Erlent

Erfitt að greina orsök skipsskaða

Það verður erfitt að komast að því hvers vegna Jökulfellið sökk aðfaranótt mánudags samkvæmt frétt Útvarps Færeyja eftir sjópróf sem fram fóru í Færeyjum. Þar segir að litlar upplýsingar sé að hafa þar sem yfirmenn skipsins fórust þegar skipið sökk og þeir skipsmenn sem lifðu af geta litla grein gert fyrir atburðum síðustu mínúturnar. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Joel undir Leitinum, umboðsmanni Samskipa í Þórshöfn, að veður hefði verið verra þegar skipið sökk en áður var talið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×