Erlent

Færri reknir vegna kynhneigðar

Miklu færri hermönnum er nú vikið úr bandaríska hernum á þeim forsendum að þeir séu samkynhneigðir að því er kemur fram í skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu og greint er frá í Washington Post í dag. Frá því hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin 11. september 2001 hefur talan lækkað um helming og hefur fækkunin átt sér stað í öllum deildum, hvort sem litið er til flughersins, sjóhersins eða landgönguliða. Tölfræði yfir brottvikningar fólks úr bandaríska hernum vegna kynhneigðar þess voru fyrst gerðar opinberar árið 1997 og náðu hámarki árið 2001 þegar þær voru rúmlega tólf hundruð talsins. Á síðasta ári voru brottvikningarnar hins vegar komnar niður í 653.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×