Erlent

Al-Kaída enn stórhættuleg

Al-Kaída samtökin eru enn fær um að gera mannskæðar árásir, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þar segir enn fremur að aðeins sé tímaspursmál hvenær samtökunum takist að gera mannskæða árás. Skýrsluhöfundar segja að al-Kaída reyni að koma sér upp gjöreyðingarvopnum, svo sem efnavopnum og kjarnorkusprengjum. Hryðjuverkaárásir al-Kaída og samtaka sem njóta aðstoðar þeirra eru meðal helstu ógna sem steðja að heiminum í dag, að sögn skýrsluhöfunda, en einnig kemur fram að önnur af helstu ógnum sem heimurinn standi frammi fyrir sé frekari útbreiðsla gjöreyðingarvopna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×