Erlent

Annar maður með nýtt HIV-afbrigði?

Óttast er að nýtt afbrigði HIV-veirunnar, sem greint var í New York í síðustu viku, hafi fundist í karlmanni í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna. Heilbrigðisyfirvöld þar segja líkur á að hann sé með sama stofn og maður sem greindist HIV-jákvæður í New York. Mannsins í San Diego er leitað en ekki er ljóst hvort hann þekkti manninn í New York. Einnig á eftir að gera frekari rannsóknir til að ganga úr skugga um að um sama afbrigði HIV-veirunnar sé að ræða. Nýja afbrigðið virðist ónæmt fyrir þeim lyfjum sem hingað til hafa getað slegið á veiruna auk þess sem það leiðir til alnæmis mun hraðar en önnur afbrigði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×