Erlent

Rauði Ken hneykslar gyðinga

Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, hefur enn einu sinni komið sér í vandræði eftir að hann líkti Oliver Finegold, blaðamanni dagblaðsins Evening Standard, við fangavörð í útrýmingarbúðum. Finegold er gyðingur og því vöktu ummælin mikla reiði. Til að bæta gráu ofan á svart neitaði Livingstone að biðjast afsökunar þar sem hann sagðist ekki iðrast ummælanna. Livingstone er hinn mesti orðhákur og þannig neitaði hann að bjóða Bush Bandaríkjaforseta velkominn til Lundúna þegar sá síðarnefndi kom í opinbera heimsókn til Bretlands á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×