Aðeins 3 konur á meðal 100 efstu 3. ágúst 2005 00:01 Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Laun forstjóranna eru allt frá tuttugu milljónum króna á mánuði og niður úr. Konur virðast ekki eiga upp á pallborðið miðað við lista yfir forstjórana í tímaritinu Frjálsri verslun. Ofurlaunin fara hækkandi ár frá ári og munurinn milli hæstu og lægstu launa breikkar að sama skapi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir óásættanlegt að launamunurinn sé tífaldur og allt upp í sextíufaldur hjá sama fyrirtæki. Hún segir líka umhugsunarefni hvað arðsemiskrafa slíkra fyrirtækja sé há. Afleiðingarnar birtist í því að sífellt stærri hópi fólks sé ýtt út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku þar sem fyrirtækin segist ekki hafa efni á að halda því inni. Sigríður segist því hafa áhyggjur af vaxandi misskiptingu í samfélaginu. Samhliða því að fyrirtækin telji sig geta greitt ofurlaun séu þau að ýta fólki út af vinnumarkaði og þráast við að semja um betri launakjör fyrir almenna starfsmenn. Sigríður segir að í hópi forstjóranna séu alltaf sömu tvær til þrjár konurnar í hópi þeirra eitt hundrað efstu. Og þær séu langt frá því að vera hæstar. Konur séu lægra metnar til launa og það sé ekkert að breytast. Hjá fjármálafyrirtækjunum séu konur ofar á blaði en þó aldrei í hópi þeirra efstu. Það megi segja að konur taki ekki þátt í því að hluti þjóðarinnar sé að verða miklu ríkari, nema sem eiginkonur eða dætur manna sem eru sterkir í viðskiptalífinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Laun forstjóranna eru allt frá tuttugu milljónum króna á mánuði og niður úr. Konur virðast ekki eiga upp á pallborðið miðað við lista yfir forstjórana í tímaritinu Frjálsri verslun. Ofurlaunin fara hækkandi ár frá ári og munurinn milli hæstu og lægstu launa breikkar að sama skapi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir óásættanlegt að launamunurinn sé tífaldur og allt upp í sextíufaldur hjá sama fyrirtæki. Hún segir líka umhugsunarefni hvað arðsemiskrafa slíkra fyrirtækja sé há. Afleiðingarnar birtist í því að sífellt stærri hópi fólks sé ýtt út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku þar sem fyrirtækin segist ekki hafa efni á að halda því inni. Sigríður segist því hafa áhyggjur af vaxandi misskiptingu í samfélaginu. Samhliða því að fyrirtækin telji sig geta greitt ofurlaun séu þau að ýta fólki út af vinnumarkaði og þráast við að semja um betri launakjör fyrir almenna starfsmenn. Sigríður segir að í hópi forstjóranna séu alltaf sömu tvær til þrjár konurnar í hópi þeirra eitt hundrað efstu. Og þær séu langt frá því að vera hæstar. Konur séu lægra metnar til launa og það sé ekkert að breytast. Hjá fjármálafyrirtækjunum séu konur ofar á blaði en þó aldrei í hópi þeirra efstu. Það megi segja að konur taki ekki þátt í því að hluti þjóðarinnar sé að verða miklu ríkari, nema sem eiginkonur eða dætur manna sem eru sterkir í viðskiptalífinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira