Erlent

439 erlendir ríkisborgarar látnir

Staðfest er að 439 erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra ríflega 150 þúsund manns sem talið er að hafi látist. Enn er nokkur þúsund erlendra ríkisborgara saknað þannig að líklegt er að mun fleiri hafi látist. Flestir þeirra erlendu ríkisborgara sem fórust voru Þjóðverjar. Íslenska utanríkisráðuneytið telur að enginn Íslendingur hafi látist eða slasast af völdum flóðbylgjunnar. Um tíma hafði ekki spurst til ellefu Íslendinga en þeir létu vita af sér eftir því sem á leið. Sá síðasti lét vita af sér á föstudaginn svo að nú er talið að allir þeir sem voru á svæðinu þegar hamfarirnar urðu hafi sloppið. Upplýsingar alþjóðlegra fréttastofa um tölur yfir fjölda þeirra sem saknað er eru misvísandi. Þannig greinir Reuters frá því að enn sé ellefu Íslendinga saknað. Fréttastofa AP gerir það hins vegar ekki. Erlendir ríkisborgarar á hamfarasvæðunumLátnir:Saknað: Þýskaland60 1.000 Svíþjóð52 637 Bretland49 391 Bandaríkin37 * Sviss23 330 Japan23 240 Frakkland22 90 Ítalía20 338 Ástralía19 78 Finnland15 176 Noregur12 78 Suður-Kórea12 8 Austurríki10 384 Suður-Afríka10 380 Hong Kong10 0 Singapúr9 0 Danmörk7 57 Holland7 30 * Engar nákvæmar tölur til yfir fjölda þeirra sem saknað er Heimild: AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×