Erlent

Hermenn skutu óbreytta borgara

Bandaríski herinn skaut tvo íraska lögreglumenn og tvo almenna borgara til bana fyrir mistök á laugardaginn. Mistökin urðu eftir að ráðist var á bílalest hersins suður af Bagdad. Talsmenn hersins hafa ekki gefið út neina yfirlýsingu í kjölfar slyssins. Þetta eru önnur mistök hersins á skömmum tíma. Fyrir nokkrum dögum létust fimm borgarar þegar herinn sprengdi hús í borginni Mosul. Forsvarsmenn hersins hafa beðist afsökunar á sprengingunni. Árásin á bílalestina á laugardaginn varð við Jussifiya sem er innan svæðis sem kallast þríhyrningur dauðans. Þar hafa uppreisnarmenn súnní-múslima haldið uppi árásum um langa hríð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×