Erlent

Áfangi í lýðræðisþróun

"Verði niðurstöðurnar á þessa leið eru úrslitin í samræmi við skoðanakannanir," sagði Ögmundur Jónasson, alþingismaður, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Ögmundur fylgdist með kosningunum í Palestínu ásamt fleiri Íslendingum. "Mustafa Barghouti má una vel við sinn hlut því allt stofnanavaldið hér lagðist á sveif með Abbas sem hafði að auki arfleifð Arafats með sér." Ögmundur telur víst að Barghouti og hans menn uni úrslitunum og veiti Abbas lýðræðislegt aðhald á kjörtímabilinu. Margir hunsuðu kosningarnar og telja að nær hefði verið að kjósa útlagastjórn: "Þetta eru minnihluta raddir. Yfirgnæfandi meirihluti var fylgjandi kosningunum og lítur á þær sem áfanga í lýðræðisþróun Palestínu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×