Erlent

Endi bundinn á borgarastyrjöldina

Endi var bundinn á lengstu borgarastyrjöld í Afríku í dag þegar ríkisstjórn Súdans skrifaði undir friðarsamning við uppreisnarmenn í landinu. Styrjöld á milli múslíma í norðurhluta Súdans og kristinna manna í suðurhluta landsins hefur geisað í tuttugu ár og er talið að ein og hálf milljón manna hafi látið lífið. Friðarsamningurinn sem undirritaður var í morgun nær hins vegar ekki til átakanna í Darfur-héraði í Súdan sem staðið hafa í tvö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×