Erlent

Stefnir í góða kosningaþátttöku

Palestínumenn ganga að kjörborði í dag til að kjósa eftirmann Jassirs Arafats í embætti forseta. Flest bendir til þess að Mahmoud Abbas verði fyrir valinu en hann hefur lofað að hleypa lífi í friðarsamningana við Ísraelsstjórn. Svo virðist sem kosningaþátttaka ætli að verða mikil þrátt fyrir að Hamas-samtökin og önnur öfgasamtök Palestínumanna hafi hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Alþjóðlegir eftirlitsmenn telja að Ísraelsstjórn hafi staðið við loforð um að auðvelda fólki að komast til að kjósa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×