Sport

Dani og Íri til Fram

Landsbankadeildarlið Fram í knattspyrnu karla hefur samið við danskan leikmann sem mun leika með liðinu í sumar. Sá heitir Hans Mathiesen, 22 ára miðjumaður sem kemur frá  AC Horsens, toppliðinu í dönsku 1. deildinni. Fram kemur á heimasíðu Fram í dag að búið sé að ganga frá samkomulagi bæði við leikmanninn og danska félagið og sé hann væntanlegur til Reykjavíkur síðar í mánuðinum. Hans er uppalinn hjá Bröndby en hefur leikið með AC Horsens síðastliðið ár. Auk þessa hefur hann leikið með yngri landsliðum Danmerkur. Fram hefur einnig samið írskan leikmann, Ross McLynn sem er 25 ára miðvörður. Hann hefur leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum síðastliðin ár og með Sligo Rovers á Írlandi þaðan sem heimaslóðir hans eru. Fram hefur stokkað spilin all verulega frá því í fyrra enda menn komnir með nóg af fallbaráttu síðustu ára. Hér er stiklað á helstu mannabreytingum þeirra. Komnir: Hans Mathiesen (1983) frá AC Horsens Ross McLynn (1980) Frá USA Þórhallur Dan Jóhannesson (1972) frá Fylki Víðir Leifsson (1983) frá FH Kristinn Darri Röðulsson (1986) frá ÍA Hans Ragnar Pjetursson (1986) frá KR Ívar Björnsson (1985) frá Fjölni Þorbjörn Atli Sveinsson (1977) frá Fylki Farnir: Jón Gunnar Gunnarsson (1975) í Þrótt Martin Beck Andersen (1984) til Danmerkur Fróði Benjamínsen (1977) til B68 í færeyjum Hans Fróði Hansen (1975) til Breiðabliks Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson (1974) hættur Bjarni Hólm Aðalsteinsson (1984) í ÍBV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×