Erlent

Fá minna en fórnarlömb Katrínar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita þrjú hundruð  þúsund dollurum eða sem nemur tæpri átján og hálfri milljón til fórnarlamba jarðskjálftana í Suður-Asíu. Utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, lagði þetta til á fundinum í morgun og fékk samþykkt. Ennfremur var samþykkt að skipta framlaginu milli þriggja hjálparstofnana sem starfa nú á svæðinu; Rauða Krossins, Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna og Matvælahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir framlagið nú talsvert lægra en þegar ríkisstjórnin samþykkti 500 þúsund dollara fjárframlag til fórnarlamba fellibylsins Katrínar. Hún kvaðst ekki geta svarað því í hverju munurinn á framlögunum lægi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×