Sport

Vertu velkominn Atli

Köttarar skemmtu sér konunglega á Laugardalsvellinum í gær og sungu hina ýmsu söngva meðal annars „Vertu velkominn Atli," við lagið „Komdu í Kántrýbæ". Köttarar hvöttu líka Ólaf Þórðarson til að fara í sparifötin líkt og Atli en nýi þjálfari Þróttarar var mættur í sparifrakkann að sið Jose Mourinho. Atli Eðvaldsson stjórnaði í gær sínum fyrsta deildarleik hér á landi í sex ár eða síðan að hann stýrði KR-ingum til Íslandsmeistaratitils árið 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×