Erlent

Stærði sig af ráni í útvarpi

Það getur borgað sig að vera hógvær. Það fékk hinn 24 ára gamli bankaræningi Randy Washington að reyna í vikunni. Hann rændi banka í Chicago síðastliðið vor og komst undan. Lögreglunni hafði lítið orðið ágengt í málinu þar til Randy fékk þá flugu í höfuðið að hringja í morgunþátt á útvarpsstöð til þess að stæra sig af ráninu og auðveldum flótta í kjölfarið. Aðeins fáeinum stundum síðar fékk hann heimsókn frá útsendurum alríkislögreglunnar sem höfðu rakið símtalið. Næstu stærilæti í bankaræningjanum bíræfna verða því væntanlega á bak við lás og slá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×