Erlent

Ísraelar hyggjast lengja múrinn

Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti að lengja enn frekar aðskilnaðarmúr sinn á Vestubakkanum til þess að innlima Gush Etzion landnemabyggðirnar inn í Ísraelsríki. Þetta gerði hún um leið og ákveðið var að flytja gyðinga frá öllum landnemabyggðum á Gaza-svæðinu og litlum hluta byggða á Vesturbakkanum. Talið er að þessi ákvörðun eigi eftir að vekja hörð viðbrögð hjá Palestínumönnum, en Ísraelar reistu múrinn til þess að koma í veg fyrir að sjálfsmorðsárásarmenn kæmust inn í ísraelskar borgir og yllu þar skaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×