Erlent

Horfið frá landnemabyggðum

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í dag áætlun um að Ísraelar hverfi frá landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur barist fyrir stuðningi við þessa áætlun, en hún er ákaflega mikilvæg varðandi friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem landnemabyggðirnar hafa verið þyrnir í augum Palestínumanna. Áætlunin felur í sér að gyðingar yfirgefi allar landnemabyggðir á Gaza-ströndinni, alls 21, og 4 af 120 byggðum á Vesturbakkanum. Brottflutningurinn hefst í júlí á þessu ári en alls þurfa um níu þúsund landnemar að yfirgefa heimili sín og munu þeir allir fá bætur og fé til að reisa sér híbýli annars staðar frá ísraelska ríkinu. Þetta er í fyrsta sinn sem ísraelsk ríkisstjórn samþykkir brottflutning landnema frá hernumdu landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×