Sport

Íslandsmótið í kraftlyftingum

Íslandsmótinu í kraftlyftingum lauk seinnipartinn í dag og varð mótið í alla staði sögulegt. Auðunn Jónsson varð fyrsti Íslendingurinn til að lyfta 1100 kílóum í samanlögðu og sigraði í þyngsta flokknum eftir harða keppni við Benedikt Magnússon. Auðunn setti auk þess Norðurlandamet í hnébeygju og varð fyrsti Íslendingurinn til að taka 300 kíló í bekkpressu. Benedikt Magnússon setti einnig Norðurlandamet, þegar hann lyfti 410 kílóum í réttstöðulyftu og átti góða tilraun við heimsmetið. Fjöldi annara meta voru sett á mótinu, en nánar verður hægt að lesa um það á vísi, snemma í fyrramálið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×