Erlent

Páfi biður um fyrirbæn

Jóhannesi Páll páfi birtist í glugganum á sjúkraherbergi sínu fyrir stundu, öllum að óvörum, og gerði krossmerki til blessunar. Hann óskaði þess í morgun að beðið yrði fyrir sér. Aðstoðarmenn páfa greindu frá því skömmu fyrir fréttir og sögðu hann þjást fyrir heimsbyggðina. Páfi flytur ekki hefðbundna sunnudagsbæn í dag og verður það í fyrsta sinn í tuttugu og sex ár sem hann missir af bæninni. Hann mun að sögn talsmanna Páfagarðs fylgjast með bæninni frá sjúkrastofu sinni í Róm. Ítalskir fjölmiðlar segja líðan páfa í morgun nokkuð góða en það hefur engu að síður vakið spurningar um ástand hans að hann skuli ekki flytja bænina. Aðeins fjórum dögum eftir að maður reyndi að ráða páfa af dögum og skaut hann, flutti páfi bænina í útvarpi. Auk þess hafa stjórnmálamenn og kardínálar, sem heimsótt hafa sjúkrahúsið þar sem páfi hefur legið undanfarna daga, ekki fengið að heimsækja páfa sjálfan heldur hafa embættismenn Páfagarðs tekið á móti þeim og fullyrt að páfanum líði vel.
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×