Erlent

Danskir hermenn sóttir til saka

Fimm danskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að beita írakska fanga harðræði í höfuðstöðvum danska herliðsins í Suður-Írak í fyrra. Um er að ræða hershöfðingja og fjóra herlögreglumenn sem er gefið að sök að hafa kúgað fangana við yfirheyrslur. Hershöfðinginn Annemette Hommel á að hafa kallað fangana öllum illum nöfnum og látið þá sitja í sársaukafullum stellingum auk þess sem fangarnir höfðu takmarkaðan aðgang mat, vatni og salerni. Hommel hefur hafnað öllum ákæruatriðum en fimmmenningarnir eiga yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi verði þeir sakfelldir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×