Erlent

Allir fái nauðsynleg næringarefni

Neyðaraðstoð í Ache-héraði í Indónesíu miðar nú að því að fólk fái öll nauðsynleg næringarefni en ekki bara magafylli af hverju sem er. Nær allir sem voru matarþurfi hafa nú fengið mat en að sögn yfirnæringarfræðings Sameinuðu þjóðanna er óttast að einhæf fæða geti leitt til þess að fórnarlömb hamfaranna veikist. Skortur á A-vítamíni geti t.d. leitt til blindu. Hann segir að í fyrstu hafi verið nóg að dreifa núðlum og hrísgrjónum en nú sé í óða önn verið að dreifa fiski í dós, A-vítamínbættri matarolíu og vítamínríkum kexkökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×