Erlent

Jeb Bush verði arftaki bróður síns

Í nýjasta tímariti The Economist er Jeb Bush, bróður núverandi Bandaríkjaforseta, slegið upp sem vænlegasta arftaka hans innan Repúblikanaflokksins. Dick Cheney, núverandi varaforseti, hefur lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram árið 2008. Það opnar leiðina fyrir Jeb Bush, sem nú er ríkisstjóri í Flórída og verður það til ársins 2006. Hann er af mörgum talinn líklegri en bæði Rudy Guiliani og John McCain, aðrir hugsanlegir frambjóðendur, til þess að halda fylgi flokksins meðal íhaldsmanna og trúarhópa án þess að missa mikið fylgi meðal miðjumanna um leið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×