Erlent

Simonis segir af sér

Heide Simonis, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra norður-þýska sambandslandsins Slésvíkur-Holtsetalands síðustu tvö kjörtímabil, sagði af sér í gær eftir að henni mistókst að fá meirihlutastuðning þingmanna á nýkjörnu þingi í Kiel. Þetta gerðist þrátt fyrir að jafnaðarmannaflokkur Simonis hefði verið búinn að gera samkomulag um meirihlutastamstarf við græningja og fulltrúa flokks danska minnihlutans, SSW. Héraðsleiðtogi kristilegra demókrata, Peter Harry Carstensen, hlaut jafnmörg atkvæði og Simonis í endurtekinni atkvæðagreiðslu í þinginu, 34. Einn þingmaður sat hjá. Kristilegir demókratar vilja mynda samsteypustjórn með jafnaðarmönnum undir forystu Carstensens.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×