Sport

Í Adidas-skó eða úr liðinu

Jürgen Klinsmann, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sagt leikmönnum að ef þeir geti ekki sætt sig við að leika í skóm frá Adidas-íþróttavöruframleiðandanum, sem er meginstyrktaraðili liðsins, þá fái þeir ekki að spila með. Sumir leikmannanna eru á persónulegum samningi hjá öðrum framleiðendum og hafa reynt að malda í móinn. Klinsmann sagði þeim velkomið að fara í mál en það væri hins vegar ekki hægt að kæra sig inn í liðið. Hann réði hverjir spiluðu og hver einasti maður sem stigi fæti inn á leikvöll fyrir þýska landsliðið yrði klæddur í Adidas frá toppi til táar og engar refjar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×