Hafi bjargað lífi foreldra sinna 12. september 2005 00:01 Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira