Innlent

Sérferð eftir umhverfisráðherra

Enginn aukakostnaður hlaust af því fyrir Landhelgisgæsluna að sækja Sigríði Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, upp á Holtavörðuheiði til að hún gæti fengið að fylgjast með uppsetningu á mælitækjum þeim er notuð voru til að mæla hæð Hvannadalshnjúks. Var það mat Umhverfisráðuneytisins að eftirlit með mælingunum væru hluti af embættiserindum ráðherrans og hafði Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, að beiðni þeirra milligöngu um að þyrla Gæslunnar var send eftir henni áður en mælitækin voru ferjuð upp á tind Hvannadalshnjúks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×