Erlent

Engar færslur um fangaflug

Jack Straw kveðst viss um að bandarísk stjórnvöld hafi ekki farið fram á að fá að flytja fanga um breska lofthelgi.
Jack Straw kveðst viss um að bandarísk stjórnvöld hafi ekki farið fram á að fá að flytja fanga um breska lofthelgi.

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC um helgina að engar embættisfærslur væri að finna um að bandarísk stjórnvöld hefðu sótt um leyfi til að flytja grunaða hryðjuverkamenn í vörslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um breska flugvelli.

Talið er að 210 flugvélar á vegum CIA hafi lent á Bretlandi í óþekktum erindagjörðum síðan 2001. Straw sagði Bandaríkjamenn biðja um leyfi til að flytja fanga um Bretland en nokkur ár væru síðan slík beiðni hefði borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×