Erlent

Karami aftur forsætisráðherra

Horfur eru á að Omar Karami setjist á ný í stól forsætisráðherra Líbanons en hann sagði af sér embætti á dögunum. Emile Lahoud forseti mun á næstu dögum skipa í embættið. Verði Karami skipaður er öruggt að stjórnarandstaðan og sá hluti þjóðarinnar sem mótmælt hefur afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum undanfarnar vikur munu bregðast hart við Herflutningar Sýrlendinga í Líbanon héldu áfram í gær. Sendiherra Sýrlendinga í Bandaríkjunum lét að því liggja í fyrrakvöld að herliðið yrði farið frá landinu áður en Líbanar gengju til kosninga í júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×