Innlent

Jaxlinn enn strand

Flutningaskipið Jaxlinn sem strandaði í Skutulsfirði klukkan kortér fyrir ellefu í morgun er þar enn. Reynt var að toga skipið á flot en tilraunum til þess hefur verið hætt þar til flæðir að á ný. Jaxlinn er strand við enda flugbrautarinnar á Ísafjarðarflugvelli, en Arnór Jónatansson, stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Ísafjarðarflugvelli, á ekki von á að strandið hafi áhrif á flugumferð. Engar skemmdir urðu á skipinu enda situr það í sandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×