Erlent

Handtóku 200 Palestínumen

Ísraelar handtóku í gærmorgun yfir 200 eftirlýsta Palestínumenn á Vesturbakkanum. Flestir voru þeir meðlimir Hamas-samtakanna og Samtaka heilags stríðs. Á meðan þessu stóð settu ísraelskir hermenn upp vopn á landamærunum og skutu tilraunaskotum á auð svæði. Þegar þeirri aðgerð lauk dönsuðu hermennirnir í hring og sungu hefndarsöngva úr biblíunni. Aðgerðirnar eru liður í undirbúningi fyrir hugsanlega árás á Gaza-ströndina eftir að palestínskir óeirðaseggir skutu sprengjum yfir landamærin til Ísrael. "Við munum beita öllum ráðum gegn hryðjuverkamönnunum," segir Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, en ólgan á Vesturbakkanum getur hæglega eyðilagt fyrir honum í mikilvægri kosningu innan Líkúd-bandalagsins. Óeirðirnar eru hinar fyrstu í tvær vikur síðan Ísraelsmenn drógu herlið sitt frá Gaza-ströndinni eftir 38 ára hersetu. "Við erum aftur á byrjunarreit og þurfum tíma til þess að koma öllu í ró aftur," sagði Mahmoud Abbas í gær. Ef Sharon geldur afhroð í kosningu hjá Líkúd-bandalaginu gæti það orðið til þess að harðlínumenn Benjamin Netanyahu næðu aftur taumhaldinu í ísraelskum stjórmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×