Erlent

Búist við erfiðum viðræðum

Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi þegar Angela Merkel, leiðtogi Kristlegra demókrata, og Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, setjast að samningaborðinu síðar í vikunni til að ræða mögulegt samstarf flokkanna. Bæði fögnuðu sigri í kosningum til sambandsþingsins á sunnudag og gera bæði tilkall til kanslaraembættisins. Schröder segist ekki geta sætt sig við fyrir fram sett skilyrði og telur eðlilegt að stjórnarmyndunarviðræðurnar við Kristilega demókrata taki mið af því að hann verði áfram kanslari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×