Kvaðir settar á inneignir 3. janúar 2005 00:01 Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira