Umburðarlyndið á undanhaldi 22. nóvember 2004 00:01 Enn á ný heyrast raddir um að á milli múslima og kristinna sé óbrúanleg gjá sem fari stækkandi. Nýlega myrti íslamskur heittrúarmaður hollenskan kvikmyndagerðarmann, franska þjóðin er klofin í afstöðu sinni hvort banna eigi íslömskum skólastúlkum að klæðast slæðum og ólga virðist fara vaxandi í Þýskalandi á milli innflytjenda og innfæddra. Hérlendis bendir nýleg Gallupkönnun til þess að umburðarlyndi fólks í garð útlendinga fari dvínandi. Þannig er rúmur þriðjungur þjóðarinnar því andvígur að þeir sem flytji til Íslands eigi rétt á því að halda eigin siðum og venjum en þetta er mun hærra hlutfall en í sambærilegri könnun fyrir fimm árum síðan. Kenningin um gjánna óbrúanlegu virðist því að mörgu leyti eiga við rök að styðjast. Slæm en skiljanleg þróun Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir engum blöðum um það að fletta að íslenska þjóðin er ekki eins jákvæð í garð útlendinga eins og hún var til skamms tíma. "Þetta er ekki góð þróun en miðað við hvernig umræðan hefur verið um útlendinga undanfarin ár þá tel ég þetta allt að því viðundandi," segir hann um niðurstöður könnunar Gallup sem kynnt var á dögunum þar sem fram kemur að þeim fer fjölgandi sem hafa neikvætt viðhorf til útlendinga. "Það er búið að gera fólk hrætt við útlendinga með kerfisbundnum hætti. Umræður um útlendingalög og hryðjuverk svo og hræðsluáróður um að hér muni allt fara á sömu leið og á hinum Norðurlöndunum ef hingað flyst fólk erlendis frá eru dæmi um það." segir Salmann sem telur þó að þar sem er mikill samgangur á milli Íslendinga og fólks sem er af erlendu bergi brotið, eins og til dæmis í Reykjavík og á Vestfjörðum, sé ástandið mun betra. Hvernig skyldi Salmann líða við að heyra að ríflega þriðjungur þjóðarinnar telji að hann eigi ekki að hafa rétt til þess að halda siðum sínum og venjum? "Í raun og veru vorkenni ég svona fólki því það veit ekki um hvað það er að tala. Hvað er það sem fólk er hrætt við? Það getur ekki dæmt fólk af öðru þjóðerni án þess að þekkja þá siði og venjur sem það hefur tileinkað sér. Ég vil fá nánari skýringar á því hvað fólk er hrætt við." Ástandið hefur versnað Rúmir þrír áratugir eru síðan Salmann fluttist hingað til lands. Þá var tekið vel á móti honum og hann festi hér rætur á tiltölulega skömmum tíma. Veður hafa hins vegar skipast í lofti á síðustu árum. Salmann segist ekki verða persónulega fyrir aðkasti en umræðan fer hins vegar oft fyrir brjóstið á honum. "Maður sér hvernig er skrifað í blöð og á netinu og stundum blöskrar manni yfir því. Við höfum sjónvarpsstöð hérna í landinu sem er að breiða út kynþáttahatur í tíma og ótíma," segir hann og á þar við sjónvarpstöðina Ómega. "Venjulegir Íslendingar, oft fullorðið fólk sem er að bera sig eftir trúarlegum boðskap heyrir slíkan boðskap og auðvitað fær það neikvæða mynd af okkur. Þegar ég kom til Íslands þá var enginn svona áróður. Mér finnst ástandið því hafa versnað." Ekki hægt að taka einn hóp fyrir Morðið á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo Van Gogh hefur vakið óhug víða um heim en hann hafði gagnrýnt múslima og varað við uppgangi þeirra. Atburðurinn hefur gefið þeim röddum byr undir báða vængi að í skjóli umburðarlyndis hafi múslimum leyfst að kynda undir hatri og þröngsýni í garð annarra. Salmann segir þetta ekki ólíklegt svo langt sem það nái en hins vegar verði að gæta sanngirni í umræðunni. "Auðvitað eru til brjálæðingar og morðingjar í öllum þjóðfélögum og trúarbrögðum en ég held að múslimar séu eini trúarhópurinn sem þarf að sitja undir því að ef einn meðlimur hans fremur glæp þá þurfa allir að bera ábyrgð," segir hann og bendir á að samfélagið eigi að koma í veg fyrir að ofstæki nái að festa rætur og þá gildi einu hvaða nafni það nefnist. Að mati Salmanns getur ofstækið birst á ýmsan hátt. "Tökum Frakkland sem dæmi þar sem íslömskum stúlkum er bannað að hafa slæðu á höfðinu í skólanum. Þetta er nákvæmlega eins og í Saudi-Arabíu þar sem konur eru skyldaðar til að bera slæðu." Af sömu rót er umræða runnin um að sumir múslimar hafi notfært sér virðingu fólks fyrir réttindum hópsins til að ástunda sína siði og kúgað konur sínar í skjóli hennar. Salmann telur að þetta geti vel átt við rök og styðjast en ítrekar aftur nauðsyn þess að samfélagið og yfirvöld séu á varðbergi gagnvart slíku, sama hvaða þjóðfélagshópur á í hlut. Hann varar hins vegar við því að menn líti svo á að tveir ósættanlegir menningarheimar séu að mætast því þar með firri menn sig ábyrgð á því að leysa vandann og bjóði í staðinn hættunni heim á að ástandið versni enn frekar. Tímabundinn vandi Þrátt fyrir allt er Salmann bjartsýnn á að betri tíð sé í vændum. "Þessi gjá á milli evrópskra múslima og kristinna er tiltölulega nýtilkomin og ég held að í fyllingu tímans muni jafnvægi komast á hlutina. Ég vonast til að ef lausn finnst á ástandinu í Palestínu þá muni jafnvægi komast á vegna þess að við þurfum hvert á öðru að halda. Fimmtungur mannkyns er íslamstrúar og fólk mun gera sér grein fyrir því að það fær ekki staðist að við búum í heimi þar sem fimmti hver maður er illvirki," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Enn á ný heyrast raddir um að á milli múslima og kristinna sé óbrúanleg gjá sem fari stækkandi. Nýlega myrti íslamskur heittrúarmaður hollenskan kvikmyndagerðarmann, franska þjóðin er klofin í afstöðu sinni hvort banna eigi íslömskum skólastúlkum að klæðast slæðum og ólga virðist fara vaxandi í Þýskalandi á milli innflytjenda og innfæddra. Hérlendis bendir nýleg Gallupkönnun til þess að umburðarlyndi fólks í garð útlendinga fari dvínandi. Þannig er rúmur þriðjungur þjóðarinnar því andvígur að þeir sem flytji til Íslands eigi rétt á því að halda eigin siðum og venjum en þetta er mun hærra hlutfall en í sambærilegri könnun fyrir fimm árum síðan. Kenningin um gjánna óbrúanlegu virðist því að mörgu leyti eiga við rök að styðjast. Slæm en skiljanleg þróun Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir engum blöðum um það að fletta að íslenska þjóðin er ekki eins jákvæð í garð útlendinga eins og hún var til skamms tíma. "Þetta er ekki góð þróun en miðað við hvernig umræðan hefur verið um útlendinga undanfarin ár þá tel ég þetta allt að því viðundandi," segir hann um niðurstöður könnunar Gallup sem kynnt var á dögunum þar sem fram kemur að þeim fer fjölgandi sem hafa neikvætt viðhorf til útlendinga. "Það er búið að gera fólk hrætt við útlendinga með kerfisbundnum hætti. Umræður um útlendingalög og hryðjuverk svo og hræðsluáróður um að hér muni allt fara á sömu leið og á hinum Norðurlöndunum ef hingað flyst fólk erlendis frá eru dæmi um það." segir Salmann sem telur þó að þar sem er mikill samgangur á milli Íslendinga og fólks sem er af erlendu bergi brotið, eins og til dæmis í Reykjavík og á Vestfjörðum, sé ástandið mun betra. Hvernig skyldi Salmann líða við að heyra að ríflega þriðjungur þjóðarinnar telji að hann eigi ekki að hafa rétt til þess að halda siðum sínum og venjum? "Í raun og veru vorkenni ég svona fólki því það veit ekki um hvað það er að tala. Hvað er það sem fólk er hrætt við? Það getur ekki dæmt fólk af öðru þjóðerni án þess að þekkja þá siði og venjur sem það hefur tileinkað sér. Ég vil fá nánari skýringar á því hvað fólk er hrætt við." Ástandið hefur versnað Rúmir þrír áratugir eru síðan Salmann fluttist hingað til lands. Þá var tekið vel á móti honum og hann festi hér rætur á tiltölulega skömmum tíma. Veður hafa hins vegar skipast í lofti á síðustu árum. Salmann segist ekki verða persónulega fyrir aðkasti en umræðan fer hins vegar oft fyrir brjóstið á honum. "Maður sér hvernig er skrifað í blöð og á netinu og stundum blöskrar manni yfir því. Við höfum sjónvarpsstöð hérna í landinu sem er að breiða út kynþáttahatur í tíma og ótíma," segir hann og á þar við sjónvarpstöðina Ómega. "Venjulegir Íslendingar, oft fullorðið fólk sem er að bera sig eftir trúarlegum boðskap heyrir slíkan boðskap og auðvitað fær það neikvæða mynd af okkur. Þegar ég kom til Íslands þá var enginn svona áróður. Mér finnst ástandið því hafa versnað." Ekki hægt að taka einn hóp fyrir Morðið á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo Van Gogh hefur vakið óhug víða um heim en hann hafði gagnrýnt múslima og varað við uppgangi þeirra. Atburðurinn hefur gefið þeim röddum byr undir báða vængi að í skjóli umburðarlyndis hafi múslimum leyfst að kynda undir hatri og þröngsýni í garð annarra. Salmann segir þetta ekki ólíklegt svo langt sem það nái en hins vegar verði að gæta sanngirni í umræðunni. "Auðvitað eru til brjálæðingar og morðingjar í öllum þjóðfélögum og trúarbrögðum en ég held að múslimar séu eini trúarhópurinn sem þarf að sitja undir því að ef einn meðlimur hans fremur glæp þá þurfa allir að bera ábyrgð," segir hann og bendir á að samfélagið eigi að koma í veg fyrir að ofstæki nái að festa rætur og þá gildi einu hvaða nafni það nefnist. Að mati Salmanns getur ofstækið birst á ýmsan hátt. "Tökum Frakkland sem dæmi þar sem íslömskum stúlkum er bannað að hafa slæðu á höfðinu í skólanum. Þetta er nákvæmlega eins og í Saudi-Arabíu þar sem konur eru skyldaðar til að bera slæðu." Af sömu rót er umræða runnin um að sumir múslimar hafi notfært sér virðingu fólks fyrir réttindum hópsins til að ástunda sína siði og kúgað konur sínar í skjóli hennar. Salmann telur að þetta geti vel átt við rök og styðjast en ítrekar aftur nauðsyn þess að samfélagið og yfirvöld séu á varðbergi gagnvart slíku, sama hvaða þjóðfélagshópur á í hlut. Hann varar hins vegar við því að menn líti svo á að tveir ósættanlegir menningarheimar séu að mætast því þar með firri menn sig ábyrgð á því að leysa vandann og bjóði í staðinn hættunni heim á að ástandið versni enn frekar. Tímabundinn vandi Þrátt fyrir allt er Salmann bjartsýnn á að betri tíð sé í vændum. "Þessi gjá á milli evrópskra múslima og kristinna er tiltölulega nýtilkomin og ég held að í fyllingu tímans muni jafnvægi komast á hlutina. Ég vonast til að ef lausn finnst á ástandinu í Palestínu þá muni jafnvægi komast á vegna þess að við þurfum hvert á öðru að halda. Fimmtungur mannkyns er íslamstrúar og fólk mun gera sér grein fyrir því að það fær ekki staðist að við búum í heimi þar sem fimmti hver maður er illvirki," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira