Erlent

Bylgjur farsíma skemma erfðaefni

Útvarpsbylgjur frá farsímum skaða frumur líkamans og skemma erfðaefni hans. Þetta kemur fram í glænýrri rannsókn sem kostuð var af Evrópusambandinu. Það undarlega er að rannsóknin leiðir hins vegar ekki í ljós að heilsu fólks stafi hætta af þessum frumuskemmdum. Vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni segja reyndar að frekari rannsókna sé þörf til að meta það hvort farsímanotkunin hafi einhver heilsufarsleg áhrif. Þeir mælast þó til þess að fólk reyni að komast hjá því að nota farsíma ef hægt er og noti landsímalínur þar sem þær eru til staðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×