Erlent

Meirihluti á móti stríðinu

Stríðið í Írak er ekki þess virði að standa í því. Þetta er skoðun meirihluta Bandaríkjamanna, samkvæmt könnun sem birt var í gærkvöldi. 56 prósent aðspurðra í könnun ABC og Washington Post telja kostnaðinn við stríðið vera meiri en það sem græðist á því, og að réttast væri að hætta því. 57 prósent aðspurðra voru ósátt við það hvernig Bush Bandaríkjaforseti stýrir málum tengdum Írak. Þrátt fyrir þetta voru flestir á því að Bandaríkjamenn yrðu að vera áfram til staðar í Írak þar til stöðugleika er komið á. Aðeins 42 prósent eru ánægð með frammistöðu Bush í embætti, sem er nærri sögulegu lágmarki. Einnig reyndist mikil óánægja með Rumsfeld, varnarmálaráðherra, sem sætt hefur vaxandi gagnrýni undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×