Erlent

Engin vettlingatök

Forsetaframbjóðendurnir tveir í Úkraínu, Viktor Júsjenkó og Viktor Janúkóvitsj tókust á í kappræðum í gærkvöldi. Júsjenkó sakaði þar keppinaut sinn um að hafa reynt að stela síðustu kosningum í nóvember, þegar kosningaeftirlitsmenn sögðu mikið hafa verið svindlað. Janúkóvitsj höfðaði sérstaklega til rússneskra kjósenda með því að tala á rússnesku í stað úkraínsku og sagði ljóst að Júsjenkó yrði í besta falli forseti hluta Úkraínu, yrði hann kjörinn. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með kappræðunum, meðal annars á sjónvarpsskjám á börum þar sem alla jafna eru sýndir íþróttaleikir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×