Erlent

Ríkisstjórnin kynnt á næstu dögum

Hamid Karzai, forseti Afganistan, segist ætla að kynna nýja ríkisstjórn landsins á næstu dögum. Beðið er með nokkurri eftirvæntingu eftir því hverjir verða ráðherrar í nýju stjórninni. Skipun ráðherra er talin gefa til kynna hvaða stefnu Karzai hyggist taka í stjórn landsins. Karzai hefur sagt að nýja stjórnin muni verða heiðarleg og ábyrg. Verkefnin fram undan séu mýmörg en mikilvægast sé að tryggja öryggi borgaranna og byggja upp landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×