Sport

Farið kostaði 11 milljónir

Það hefur lengi verið grunnt á því góða milli spænsku stórliðanna Real Madrid og Barcelona. Sá fjandskapur kom þó ekki í veg fyrir að félögin vinni saman þegar það hentaði báðum aðilum. Þau tóku höndum saman og leigðu flugvél til að flytja brasilísku landsliðsmennina sem eru í þeirra liðum, Ronaldinho hjá Barcelona og Roberto Carlos og Ronaldo hjá Real Madrid, heim strax eftir landsleik Brasilíu og Kólumbíu sem fram fór í nótt. Það kostaði félögin rúmar 11 milljónir íslenskar að leigja flugvélina undir stjörnur sínar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×