Erlent

St. Helen við það að gjósa?

Bandaríska eldfjallið St. Helen gæti gosið þá og þegar. Bandarískir vísindamenn hafa sent frá sér viðvörun um að eldfjallið, sem er nærri Seattle í Washington, sé líklegt til að gjósa á næstunni. Nokkuð hefur verið af jarðskjálftum á svæðinu undanfarið og önnur ummerki benda einnig til þess að gos sé að hefjast. Þegar St. Helen gaus árið 1980 létust 57 manns. Þúsundir skólabarna tóku þátt í æfingu í vikunni þar sem farið var yfir viðbrögð, þurfi að flytja fólk á brott ef til gossins kemur. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×