Engin samkeppni án Íbúðalánasjóðs 27. ágúst 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira