Erlent

Tvö börn fórust og eignatjón mikið

Að minnsta kosti tvö börn fórust í öflugum jarðskjálfta upp á 7,4 á Richter í Bangladess í gær. Að sögn björgunarsveita og veðurfræðinga komu fram sprungur í jörð og flóðbylgjur mynduðust. Skjálftinn átti upptök sín á hafi úti, um 1.000 kílómetra suður af hafnarborginnni Chittagong í suðurhluta landsins, að því er fram kom í tilkynningu Veðurstofu Bangladess. Börnin sem fórust drukknuðu eftir að báti sem þau voru í með fimmtán öðrum ferðamönnum hvolfdi í öldugangi úti af ferðamannabænum Kuakata, um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Dakka. Þá var í gær þriggja sjómanna saknað að auki, eftir að bát þeirra hvolfdi í Satkhira-héraði í suðurhluta landsins. Jarðsjálftar af þessari stærð eru sjaldgæfir í Bangladess, enda voru íbúar þar í landi skelfingu lostnir þegar hann gekk yfir. Í strandbæjum er fólk sagt hafa flúið heimili sín í skelfingu þegar skjálftinn og eftirskjálftar, sem stóðu í nærri eina og hálfa mínútu, riðu yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×