Erlent

Hlupu öskrandi frá ströndinni

"Allt í einu voru göturnar á kafi í sjó og fólk hljóp öskrandi frá ströndinni," sagði Ástralinn John Hyde, sem var í jólafríi á suðurhluta Taílands þegar gífurleg flóðbylgja gekk þar yfir. "Straumurinn tók fólkið með þrátt fyrir að það væri ennþá á mótorhjólunum sínum," sagði annar ástralskur ferðamaður, Simon Morse. "Flóðbylgjan tók bíla með sér og ýtti þeim áfram eftir veginum. Þeir rákust síðan á ýmsa hluti á leiðinni." Eigandi tveggja ferðamannastaða á Phi Phi-eyjum, þar sem Hollywood-myndin The Beach með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki var tekin upp, sagði að flóðbylgja hefði tekið með sér 200 af íbúðunum sínum, ásamt starfsmönnum og viðskiptavinum. "Ég er hræddur um að margir erlendir ferðamenn hafi týnt lífi og einnig mikið af starfsfólkinu mínu," sagði hann. Óttaðist hann að um 700 manns hefðu verið úti á strönd þegar bylgjan skall á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×