Fjölmiðlafrumvarp og lagatilgangur 18. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlafrumvarpið - Signý Sigurðardóttir "Gerðar eru lágmarkskröfur til laga, að þau séu réttlát, aðgengileg, þau séu birt, séu stöðug, framkvæmanleg, tryggi frið, gefi skjóta og örugga úrlausn og síðast en ekki síst að þau tryggi réttaröryggi. Að lög séu aðgengileg og skýr er átt við að þau séu þannig úr garði gerð að þau séu skiljanleg sem flestum. Þessi krafa er sérstaklega mikilvæg þegar lög eru íþyngjandi eða skerða frelsi þjóðfélagsþegnanna, t.d. þegar lög kveða á um skerðingu á atvinnufrelsi" Þessi skilgreining er komin frá Sigurði Líndal prófessor. Þetta eru þau grunnatriði sem lögð eru til grundvallar kennslu allra byrjenda í lögfræði. Hvert þessara atriða uppfyllir frumvarpið sem til stendur að gera að lögum á Alþingi? Hvaða "réttlæti" er í því að banna fyrirtækjum "með markaðsráðandi stöðu" að eiga meira en 10% í fjölmiðlafyrirtækjum? Hversu aðgengilegt og skýrt er þetta ákvæði "markaðsráðandi staða"? Hversu "stöðugt" er það umhverfi þar sem afturkalla má útvarpsleyfi fyrirtækis þremur árum eftir gildistöku laganna? Hversu framkvæmanleg eru lög þar sem kveðið er á um skerðingu á atvinnufrelsi með þessu orðalagi "markaðsráðandi staða"? Með hvaða hætti tryggja þessi lög "frið"? Síðast en ekki síst er líklegt að verði þetta frumvarp að lögum að þau lög muni gefa skjóta og örugga úrlausn og tryggja réttaröryggi? Sýnist okkur það á umræðunni nú? Fyrirgefið mér en ég botna hvorki upp eða niður í því hvernig annars sæmilega skynsamt fólk getur staðið blygðunarlaust að því að leggja fram þetta frumvarp að lögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Frá því frumvarpið var lagt fram hafið þið talsmenn ríkisstjórnar boðið okkur upp á þann málflutning að hætta steðjaði að og því þyrfti að setja lög á fjölmiðla án tafar. Á sama tíma hafið þið ekki talið sérstaka ástæðu til að skýra út fyrir okkur sem lifum í þessu þjóðfélagi líka og erum neytendur að fjölmiðlum á hverjum degi -- í hverju þessi stórkostlega hætta felst! Hver er rökstuðningurinn að baki málinu? Er til of mikils mælst að þið bendið okkur á hann? Við Íslendingar höfum lengi búið við ótrúlega einsleita fjölmiðlaumræðu, þar sem gamaldags flokkadrættir, mun skyldari trúarbrögðum en almennri skynsemi, hafa verið ráðandi. Ég get ekki séð að stórkostleg breyting hafi orðið á þessu atriði, nema ef vera skyldi að þetta hafi skánað aðeins. Morgunblaðið er ekki lengur sannleikurinn með stórum -- það er smá mótvægi þó ekki sé það stórt. Þessi algjörlega staðnaði markaður -- fjömiðlamarkaðurinn hefur þróast meira undanfarið ár en hann gerði í áratugi þar á undan. Af hverju má ekki leyfa honum að þróast áfram í friði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið - Signý Sigurðardóttir "Gerðar eru lágmarkskröfur til laga, að þau séu réttlát, aðgengileg, þau séu birt, séu stöðug, framkvæmanleg, tryggi frið, gefi skjóta og örugga úrlausn og síðast en ekki síst að þau tryggi réttaröryggi. Að lög séu aðgengileg og skýr er átt við að þau séu þannig úr garði gerð að þau séu skiljanleg sem flestum. Þessi krafa er sérstaklega mikilvæg þegar lög eru íþyngjandi eða skerða frelsi þjóðfélagsþegnanna, t.d. þegar lög kveða á um skerðingu á atvinnufrelsi" Þessi skilgreining er komin frá Sigurði Líndal prófessor. Þetta eru þau grunnatriði sem lögð eru til grundvallar kennslu allra byrjenda í lögfræði. Hvert þessara atriða uppfyllir frumvarpið sem til stendur að gera að lögum á Alþingi? Hvaða "réttlæti" er í því að banna fyrirtækjum "með markaðsráðandi stöðu" að eiga meira en 10% í fjölmiðlafyrirtækjum? Hversu aðgengilegt og skýrt er þetta ákvæði "markaðsráðandi staða"? Hversu "stöðugt" er það umhverfi þar sem afturkalla má útvarpsleyfi fyrirtækis þremur árum eftir gildistöku laganna? Hversu framkvæmanleg eru lög þar sem kveðið er á um skerðingu á atvinnufrelsi með þessu orðalagi "markaðsráðandi staða"? Með hvaða hætti tryggja þessi lög "frið"? Síðast en ekki síst er líklegt að verði þetta frumvarp að lögum að þau lög muni gefa skjóta og örugga úrlausn og tryggja réttaröryggi? Sýnist okkur það á umræðunni nú? Fyrirgefið mér en ég botna hvorki upp eða niður í því hvernig annars sæmilega skynsamt fólk getur staðið blygðunarlaust að því að leggja fram þetta frumvarp að lögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Frá því frumvarpið var lagt fram hafið þið talsmenn ríkisstjórnar boðið okkur upp á þann málflutning að hætta steðjaði að og því þyrfti að setja lög á fjölmiðla án tafar. Á sama tíma hafið þið ekki talið sérstaka ástæðu til að skýra út fyrir okkur sem lifum í þessu þjóðfélagi líka og erum neytendur að fjölmiðlum á hverjum degi -- í hverju þessi stórkostlega hætta felst! Hver er rökstuðningurinn að baki málinu? Er til of mikils mælst að þið bendið okkur á hann? Við Íslendingar höfum lengi búið við ótrúlega einsleita fjölmiðlaumræðu, þar sem gamaldags flokkadrættir, mun skyldari trúarbrögðum en almennri skynsemi, hafa verið ráðandi. Ég get ekki séð að stórkostleg breyting hafi orðið á þessu atriði, nema ef vera skyldi að þetta hafi skánað aðeins. Morgunblaðið er ekki lengur sannleikurinn með stórum -- það er smá mótvægi þó ekki sé það stórt. Þessi algjörlega staðnaði markaður -- fjömiðlamarkaðurinn hefur þróast meira undanfarið ár en hann gerði í áratugi þar á undan. Af hverju má ekki leyfa honum að þróast áfram í friði?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar