Fjölmiðlafrumvarp og lagatilgangur 18. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlafrumvarpið - Signý Sigurðardóttir "Gerðar eru lágmarkskröfur til laga, að þau séu réttlát, aðgengileg, þau séu birt, séu stöðug, framkvæmanleg, tryggi frið, gefi skjóta og örugga úrlausn og síðast en ekki síst að þau tryggi réttaröryggi. Að lög séu aðgengileg og skýr er átt við að þau séu þannig úr garði gerð að þau séu skiljanleg sem flestum. Þessi krafa er sérstaklega mikilvæg þegar lög eru íþyngjandi eða skerða frelsi þjóðfélagsþegnanna, t.d. þegar lög kveða á um skerðingu á atvinnufrelsi" Þessi skilgreining er komin frá Sigurði Líndal prófessor. Þetta eru þau grunnatriði sem lögð eru til grundvallar kennslu allra byrjenda í lögfræði. Hvert þessara atriða uppfyllir frumvarpið sem til stendur að gera að lögum á Alþingi? Hvaða "réttlæti" er í því að banna fyrirtækjum "með markaðsráðandi stöðu" að eiga meira en 10% í fjölmiðlafyrirtækjum? Hversu aðgengilegt og skýrt er þetta ákvæði "markaðsráðandi staða"? Hversu "stöðugt" er það umhverfi þar sem afturkalla má útvarpsleyfi fyrirtækis þremur árum eftir gildistöku laganna? Hversu framkvæmanleg eru lög þar sem kveðið er á um skerðingu á atvinnufrelsi með þessu orðalagi "markaðsráðandi staða"? Með hvaða hætti tryggja þessi lög "frið"? Síðast en ekki síst er líklegt að verði þetta frumvarp að lögum að þau lög muni gefa skjóta og örugga úrlausn og tryggja réttaröryggi? Sýnist okkur það á umræðunni nú? Fyrirgefið mér en ég botna hvorki upp eða niður í því hvernig annars sæmilega skynsamt fólk getur staðið blygðunarlaust að því að leggja fram þetta frumvarp að lögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Frá því frumvarpið var lagt fram hafið þið talsmenn ríkisstjórnar boðið okkur upp á þann málflutning að hætta steðjaði að og því þyrfti að setja lög á fjölmiðla án tafar. Á sama tíma hafið þið ekki talið sérstaka ástæðu til að skýra út fyrir okkur sem lifum í þessu þjóðfélagi líka og erum neytendur að fjölmiðlum á hverjum degi -- í hverju þessi stórkostlega hætta felst! Hver er rökstuðningurinn að baki málinu? Er til of mikils mælst að þið bendið okkur á hann? Við Íslendingar höfum lengi búið við ótrúlega einsleita fjölmiðlaumræðu, þar sem gamaldags flokkadrættir, mun skyldari trúarbrögðum en almennri skynsemi, hafa verið ráðandi. Ég get ekki séð að stórkostleg breyting hafi orðið á þessu atriði, nema ef vera skyldi að þetta hafi skánað aðeins. Morgunblaðið er ekki lengur sannleikurinn með stórum -- það er smá mótvægi þó ekki sé það stórt. Þessi algjörlega staðnaði markaður -- fjömiðlamarkaðurinn hefur þróast meira undanfarið ár en hann gerði í áratugi þar á undan. Af hverju má ekki leyfa honum að þróast áfram í friði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið - Signý Sigurðardóttir "Gerðar eru lágmarkskröfur til laga, að þau séu réttlát, aðgengileg, þau séu birt, séu stöðug, framkvæmanleg, tryggi frið, gefi skjóta og örugga úrlausn og síðast en ekki síst að þau tryggi réttaröryggi. Að lög séu aðgengileg og skýr er átt við að þau séu þannig úr garði gerð að þau séu skiljanleg sem flestum. Þessi krafa er sérstaklega mikilvæg þegar lög eru íþyngjandi eða skerða frelsi þjóðfélagsþegnanna, t.d. þegar lög kveða á um skerðingu á atvinnufrelsi" Þessi skilgreining er komin frá Sigurði Líndal prófessor. Þetta eru þau grunnatriði sem lögð eru til grundvallar kennslu allra byrjenda í lögfræði. Hvert þessara atriða uppfyllir frumvarpið sem til stendur að gera að lögum á Alþingi? Hvaða "réttlæti" er í því að banna fyrirtækjum "með markaðsráðandi stöðu" að eiga meira en 10% í fjölmiðlafyrirtækjum? Hversu aðgengilegt og skýrt er þetta ákvæði "markaðsráðandi staða"? Hversu "stöðugt" er það umhverfi þar sem afturkalla má útvarpsleyfi fyrirtækis þremur árum eftir gildistöku laganna? Hversu framkvæmanleg eru lög þar sem kveðið er á um skerðingu á atvinnufrelsi með þessu orðalagi "markaðsráðandi staða"? Með hvaða hætti tryggja þessi lög "frið"? Síðast en ekki síst er líklegt að verði þetta frumvarp að lögum að þau lög muni gefa skjóta og örugga úrlausn og tryggja réttaröryggi? Sýnist okkur það á umræðunni nú? Fyrirgefið mér en ég botna hvorki upp eða niður í því hvernig annars sæmilega skynsamt fólk getur staðið blygðunarlaust að því að leggja fram þetta frumvarp að lögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Frá því frumvarpið var lagt fram hafið þið talsmenn ríkisstjórnar boðið okkur upp á þann málflutning að hætta steðjaði að og því þyrfti að setja lög á fjölmiðla án tafar. Á sama tíma hafið þið ekki talið sérstaka ástæðu til að skýra út fyrir okkur sem lifum í þessu þjóðfélagi líka og erum neytendur að fjölmiðlum á hverjum degi -- í hverju þessi stórkostlega hætta felst! Hver er rökstuðningurinn að baki málinu? Er til of mikils mælst að þið bendið okkur á hann? Við Íslendingar höfum lengi búið við ótrúlega einsleita fjölmiðlaumræðu, þar sem gamaldags flokkadrættir, mun skyldari trúarbrögðum en almennri skynsemi, hafa verið ráðandi. Ég get ekki séð að stórkostleg breyting hafi orðið á þessu atriði, nema ef vera skyldi að þetta hafi skánað aðeins. Morgunblaðið er ekki lengur sannleikurinn með stórum -- það er smá mótvægi þó ekki sé það stórt. Þessi algjörlega staðnaði markaður -- fjömiðlamarkaðurinn hefur þróast meira undanfarið ár en hann gerði í áratugi þar á undan. Af hverju má ekki leyfa honum að þróast áfram í friði?
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar