Erlent

Pinochet verður ekki handtekinn

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, verður ekki handtekinn á næstunni þó að dómari hafi skipað fyrir um handtöku í gær. Pinochet er gefið að sök að hafa skipað fyrir um handtöku níu andspyrnumanna og að bera ábyrgð á að einn þeirra var drepinn. Pinochet var einræðisherra í Chile á árunum 1973-1990 og hefur verið sakaður um margfeld mannréttindabrot á þeim tíma. Áður en dómarinn skipaði fyrir um handtökuna hafði verið gengið úr skugga um að Pinochet væri andlega heill og fær um að ganga í gegnum réttarhald. Verjendur Pinochets áfrýjuðu þeim úrskurði og því gengur hann enn laus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×