Hagvöxtur og veðurblíðan 18. ágúst 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Góða veðrið síðustu daga hefur að sjálfsögðu glatt alla, er ekki svo? Jú, allavega gleðjast sumir búðareigendur mjög, þ.e. þeir sem selja stuttbuxur og sólarvörn svo maður tali ekki um þá sem selja ísinn. Eftirspurn eftir þessum vörum hefur örugglega aukist til muna síðustu daga. Aðsókn að sundstöðum landsins hefur sjaldan verið meiri. Á hinn bóginn gleðjast þeir búðareigendur væntanlega minna sem selja vörur eins og regnfatnað. Sömu sögu má væntanlega segja af búðareigendum sem selja hluti eins og t.d. húsbúnað ýmiss konar, því hver nennir að kaupa slíkt í þessari veðurblíðu? Þess má því vænta að eftirspurn eftir þessum vörum hafi dalað heldur í góða veðrinu. Frést hefur af fyrirtækjum sem hafa lokað vegna veðurs. Starfsmenn halda glaðir út í sólskinið og viðskiptavinir sýna þolinmæði og koma bara aftur síðar. Eða er einhver leið til að amast við slíku? Jú, ef allt athafnalíf lognast út af í einhvern tíma á meðan landsmenn sleikja sólskinið fer þess fljótt að gæta í landsframleiðslunni og kemur því fram í lægri hagvexti en ella. En er eitthvað slæmt við minni hagvöxt vegna veðurs? Ef hagvöxtur væri lítill, þá væri það væntanlega ekki æskilegt. Það er hins vegar spáð miklum hagvexti á þessu ári, eða 4,25% samkvæmt spá Seðlabankans, og verðbólga er nálægt efri þolmörkum verðbólgumarkmiðs, eða 3,7% við síðustu mælingu. Þetta hvort tveggja bendir til þess að eftirspurnarspenna sé að myndast í þjóðarbúskapnum, þ.e. eftirspurnin er meiri en sem nemur aukinni innlendri framleiðslu. Við núverandi aðstæður í þjóðarbúskapnum er því varla slæmt ef landsframleiðslan er undir framleiðslugetu í nokkra daga. Hitinn síðustu daga hefur því væntanlega leitt til þess að örlítið hefur kólnað undir þjóðarbúskapnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Góða veðrið síðustu daga hefur að sjálfsögðu glatt alla, er ekki svo? Jú, allavega gleðjast sumir búðareigendur mjög, þ.e. þeir sem selja stuttbuxur og sólarvörn svo maður tali ekki um þá sem selja ísinn. Eftirspurn eftir þessum vörum hefur örugglega aukist til muna síðustu daga. Aðsókn að sundstöðum landsins hefur sjaldan verið meiri. Á hinn bóginn gleðjast þeir búðareigendur væntanlega minna sem selja vörur eins og regnfatnað. Sömu sögu má væntanlega segja af búðareigendum sem selja hluti eins og t.d. húsbúnað ýmiss konar, því hver nennir að kaupa slíkt í þessari veðurblíðu? Þess má því vænta að eftirspurn eftir þessum vörum hafi dalað heldur í góða veðrinu. Frést hefur af fyrirtækjum sem hafa lokað vegna veðurs. Starfsmenn halda glaðir út í sólskinið og viðskiptavinir sýna þolinmæði og koma bara aftur síðar. Eða er einhver leið til að amast við slíku? Jú, ef allt athafnalíf lognast út af í einhvern tíma á meðan landsmenn sleikja sólskinið fer þess fljótt að gæta í landsframleiðslunni og kemur því fram í lægri hagvexti en ella. En er eitthvað slæmt við minni hagvöxt vegna veðurs? Ef hagvöxtur væri lítill, þá væri það væntanlega ekki æskilegt. Það er hins vegar spáð miklum hagvexti á þessu ári, eða 4,25% samkvæmt spá Seðlabankans, og verðbólga er nálægt efri þolmörkum verðbólgumarkmiðs, eða 3,7% við síðustu mælingu. Þetta hvort tveggja bendir til þess að eftirspurnarspenna sé að myndast í þjóðarbúskapnum, þ.e. eftirspurnin er meiri en sem nemur aukinni innlendri framleiðslu. Við núverandi aðstæður í þjóðarbúskapnum er því varla slæmt ef landsframleiðslan er undir framleiðslugetu í nokkra daga. Hitinn síðustu daga hefur því væntanlega leitt til þess að örlítið hefur kólnað undir þjóðarbúskapnum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar