Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla 30. júní 2004 00:01 Framhaldsskólarnir - Björgvin G. Sigurðsson Sú fráleita staða sem uppi hefur verið í málefnum framhaldsskólanna krefst skýringa af hálfu menntamálaráðherra. Samkvæmt fjárlaganefndarmönnum stjórnarflokkanna var það meðvituð ákvörðun af þeirra hálfu að takmarka aðgang að framhaldsskólunum. Á því róti og uppnámi sem fjöldatakmarkanirnar hafa valdið hundruðum fjölskyldna skuldar ráðherra menntamála boðlegar skýringar sem byggja á staðreyndum, ekki tómu tali um aukna aðsókn. Legið hefur fyrir frá árinu 1988 í hvað stefndi. Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla eru ísköld pólitísk ákvörðun af hálfu stjórnarflokkanna, ákvörðun sem ráðherrann þarf að skýra. Lögin eru skýr, allir skulu fá aðgang að framhaldsskóla. Stakkur ríkisvaldsins er hins vegar svo þröngt sniðinn að því fer fjarri að skólarnir geti uppfyllt lagaskylduna. Hundruð eru enn á milli vonar og ótta um hver staða þeirra verður í haust. Svona koma menn ekki fram við unglinga á miðri skólagöngu sinni. Þessum hópi skuldar ráðherrann afdráttarlausa afsökun og skýringar. Metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í skólamálum er með ólíkindum. Háskólinn er þvingaður til að taka upp harkalegar fjöldatakmarkanir og sveltur til að kalla á aukin skólagjöld og framhaldsskólarnir vísa hundruðum unglinga frá! Flokkurinn og ráðherrar hans hafa brugðist í menntamálum þjóðarinnar. Að mínu mati á að flytja framhaldsskólann til sveitarfélaganna. Slík tilhögun varð til að bæta grunnskólana verulega á sínum tíma og yrði einnig raunin með framhaldsskólann. Frelsa þarf hann frá metnaðarlausu ríkisvaldi og koma til sveitarfélaganna sem hafa metnað og kraft til að reka hann með reisn. Í stað þess að fjársvelta framhaldsskólana ætti að vera forgangsatriði að efla starfsnám og styttri námsbrautir. Íslensk menntastefna hefur lengi verið á villigötum hvað varðar framgang starfsnáms. Of mikið verið lagt upp úr bóknámi með þeim afleiðingum að margir fóta sig ekki í framhaldsskólunum og hætta námi. Með eflingu starfsnáms yrði ekki síður og kannski fyrst og fremst, eytt úreltri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Endurskoða þarf samsetningu náms í grunnskólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja framboð á verkmenntuðu fólki. Hefðbundið bóknám hentar augljóslega ekki öllum. Verkefnið er m.a. að brjóta niður múra á milli bóknáms og starfsnáms, með það að leiðarljósi að allt starfsnám og styttri námsbrautir geti komi til viðbótar við aðra menntun, sýnist námsmanninum svo síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsskólarnir - Björgvin G. Sigurðsson Sú fráleita staða sem uppi hefur verið í málefnum framhaldsskólanna krefst skýringa af hálfu menntamálaráðherra. Samkvæmt fjárlaganefndarmönnum stjórnarflokkanna var það meðvituð ákvörðun af þeirra hálfu að takmarka aðgang að framhaldsskólunum. Á því róti og uppnámi sem fjöldatakmarkanirnar hafa valdið hundruðum fjölskyldna skuldar ráðherra menntamála boðlegar skýringar sem byggja á staðreyndum, ekki tómu tali um aukna aðsókn. Legið hefur fyrir frá árinu 1988 í hvað stefndi. Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla eru ísköld pólitísk ákvörðun af hálfu stjórnarflokkanna, ákvörðun sem ráðherrann þarf að skýra. Lögin eru skýr, allir skulu fá aðgang að framhaldsskóla. Stakkur ríkisvaldsins er hins vegar svo þröngt sniðinn að því fer fjarri að skólarnir geti uppfyllt lagaskylduna. Hundruð eru enn á milli vonar og ótta um hver staða þeirra verður í haust. Svona koma menn ekki fram við unglinga á miðri skólagöngu sinni. Þessum hópi skuldar ráðherrann afdráttarlausa afsökun og skýringar. Metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í skólamálum er með ólíkindum. Háskólinn er þvingaður til að taka upp harkalegar fjöldatakmarkanir og sveltur til að kalla á aukin skólagjöld og framhaldsskólarnir vísa hundruðum unglinga frá! Flokkurinn og ráðherrar hans hafa brugðist í menntamálum þjóðarinnar. Að mínu mati á að flytja framhaldsskólann til sveitarfélaganna. Slík tilhögun varð til að bæta grunnskólana verulega á sínum tíma og yrði einnig raunin með framhaldsskólann. Frelsa þarf hann frá metnaðarlausu ríkisvaldi og koma til sveitarfélaganna sem hafa metnað og kraft til að reka hann með reisn. Í stað þess að fjársvelta framhaldsskólana ætti að vera forgangsatriði að efla starfsnám og styttri námsbrautir. Íslensk menntastefna hefur lengi verið á villigötum hvað varðar framgang starfsnáms. Of mikið verið lagt upp úr bóknámi með þeim afleiðingum að margir fóta sig ekki í framhaldsskólunum og hætta námi. Með eflingu starfsnáms yrði ekki síður og kannski fyrst og fremst, eytt úreltri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Endurskoða þarf samsetningu náms í grunnskólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja framboð á verkmenntuðu fólki. Hefðbundið bóknám hentar augljóslega ekki öllum. Verkefnið er m.a. að brjóta niður múra á milli bóknáms og starfsnáms, með það að leiðarljósi að allt starfsnám og styttri námsbrautir geti komi til viðbótar við aðra menntun, sýnist námsmanninum svo síðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar