Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla 30. júní 2004 00:01 Framhaldsskólarnir - Björgvin G. Sigurðsson Sú fráleita staða sem uppi hefur verið í málefnum framhaldsskólanna krefst skýringa af hálfu menntamálaráðherra. Samkvæmt fjárlaganefndarmönnum stjórnarflokkanna var það meðvituð ákvörðun af þeirra hálfu að takmarka aðgang að framhaldsskólunum. Á því róti og uppnámi sem fjöldatakmarkanirnar hafa valdið hundruðum fjölskyldna skuldar ráðherra menntamála boðlegar skýringar sem byggja á staðreyndum, ekki tómu tali um aukna aðsókn. Legið hefur fyrir frá árinu 1988 í hvað stefndi. Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla eru ísköld pólitísk ákvörðun af hálfu stjórnarflokkanna, ákvörðun sem ráðherrann þarf að skýra. Lögin eru skýr, allir skulu fá aðgang að framhaldsskóla. Stakkur ríkisvaldsins er hins vegar svo þröngt sniðinn að því fer fjarri að skólarnir geti uppfyllt lagaskylduna. Hundruð eru enn á milli vonar og ótta um hver staða þeirra verður í haust. Svona koma menn ekki fram við unglinga á miðri skólagöngu sinni. Þessum hópi skuldar ráðherrann afdráttarlausa afsökun og skýringar. Metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í skólamálum er með ólíkindum. Háskólinn er þvingaður til að taka upp harkalegar fjöldatakmarkanir og sveltur til að kalla á aukin skólagjöld og framhaldsskólarnir vísa hundruðum unglinga frá! Flokkurinn og ráðherrar hans hafa brugðist í menntamálum þjóðarinnar. Að mínu mati á að flytja framhaldsskólann til sveitarfélaganna. Slík tilhögun varð til að bæta grunnskólana verulega á sínum tíma og yrði einnig raunin með framhaldsskólann. Frelsa þarf hann frá metnaðarlausu ríkisvaldi og koma til sveitarfélaganna sem hafa metnað og kraft til að reka hann með reisn. Í stað þess að fjársvelta framhaldsskólana ætti að vera forgangsatriði að efla starfsnám og styttri námsbrautir. Íslensk menntastefna hefur lengi verið á villigötum hvað varðar framgang starfsnáms. Of mikið verið lagt upp úr bóknámi með þeim afleiðingum að margir fóta sig ekki í framhaldsskólunum og hætta námi. Með eflingu starfsnáms yrði ekki síður og kannski fyrst og fremst, eytt úreltri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Endurskoða þarf samsetningu náms í grunnskólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja framboð á verkmenntuðu fólki. Hefðbundið bóknám hentar augljóslega ekki öllum. Verkefnið er m.a. að brjóta niður múra á milli bóknáms og starfsnáms, með það að leiðarljósi að allt starfsnám og styttri námsbrautir geti komi til viðbótar við aðra menntun, sýnist námsmanninum svo síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólarnir - Björgvin G. Sigurðsson Sú fráleita staða sem uppi hefur verið í málefnum framhaldsskólanna krefst skýringa af hálfu menntamálaráðherra. Samkvæmt fjárlaganefndarmönnum stjórnarflokkanna var það meðvituð ákvörðun af þeirra hálfu að takmarka aðgang að framhaldsskólunum. Á því róti og uppnámi sem fjöldatakmarkanirnar hafa valdið hundruðum fjölskyldna skuldar ráðherra menntamála boðlegar skýringar sem byggja á staðreyndum, ekki tómu tali um aukna aðsókn. Legið hefur fyrir frá árinu 1988 í hvað stefndi. Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla eru ísköld pólitísk ákvörðun af hálfu stjórnarflokkanna, ákvörðun sem ráðherrann þarf að skýra. Lögin eru skýr, allir skulu fá aðgang að framhaldsskóla. Stakkur ríkisvaldsins er hins vegar svo þröngt sniðinn að því fer fjarri að skólarnir geti uppfyllt lagaskylduna. Hundruð eru enn á milli vonar og ótta um hver staða þeirra verður í haust. Svona koma menn ekki fram við unglinga á miðri skólagöngu sinni. Þessum hópi skuldar ráðherrann afdráttarlausa afsökun og skýringar. Metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í skólamálum er með ólíkindum. Háskólinn er þvingaður til að taka upp harkalegar fjöldatakmarkanir og sveltur til að kalla á aukin skólagjöld og framhaldsskólarnir vísa hundruðum unglinga frá! Flokkurinn og ráðherrar hans hafa brugðist í menntamálum þjóðarinnar. Að mínu mati á að flytja framhaldsskólann til sveitarfélaganna. Slík tilhögun varð til að bæta grunnskólana verulega á sínum tíma og yrði einnig raunin með framhaldsskólann. Frelsa þarf hann frá metnaðarlausu ríkisvaldi og koma til sveitarfélaganna sem hafa metnað og kraft til að reka hann með reisn. Í stað þess að fjársvelta framhaldsskólana ætti að vera forgangsatriði að efla starfsnám og styttri námsbrautir. Íslensk menntastefna hefur lengi verið á villigötum hvað varðar framgang starfsnáms. Of mikið verið lagt upp úr bóknámi með þeim afleiðingum að margir fóta sig ekki í framhaldsskólunum og hætta námi. Með eflingu starfsnáms yrði ekki síður og kannski fyrst og fremst, eytt úreltri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Endurskoða þarf samsetningu náms í grunnskólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja framboð á verkmenntuðu fólki. Hefðbundið bóknám hentar augljóslega ekki öllum. Verkefnið er m.a. að brjóta niður múra á milli bóknáms og starfsnáms, með það að leiðarljósi að allt starfsnám og styttri námsbrautir geti komi til viðbótar við aðra menntun, sýnist námsmanninum svo síðar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun