Ábyrgðarfullt yfirbragð 14. september 2004 00:01 Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir segir ekki nauðsynlegt að vera leiðinlegur til að virka ábyrgur. Ef ég væri ráðherra mundi ég byrja alla daga á að taka inn Husk, danskt náttúrulyf til þess að örva latan ristil. Þannig kæmist ég hjá þeim örlögum að fá harðlífismunnsvipinn sem hrjáir flesta ráðamenn landsins. Fallegustu munnsvipir og getnaðarlegustu varir hafa orðið fórnarlömb kröfunnar um ábyrgðarfullt yfirbragð og eru í dag bara örmjóar þverrifur. Um leið hefur lífsblikið horfið úr augum sama fólks, skemmtilegustu karakterar verða leiðinlegir, leiðinlegir, leiðinlegir! Það virðist útbreiddur misskilningur í ráðamannastéttinni að nauðsynlegt sé að vera leiðinlegur til þess að virka ábyrgur. Enda er það svo að þegar ráðamaður hér segir eitthvað í ljósvakamiðlum hefur hann varla ropað út nema tveimur til þremur setningum þegar hugur manns reikar annað. Á ritvellinum eru þeir ekkert skárri. Eftir fimm dálksentimetra fer maður að leita að skemmtilegri texta, að minnsta kosti einhverju sem hægt er að halda sér vakandi yfir - jafnvel þótt málefnið sem ráðamaðurinn er að tjá sig um komi manni við. Þá sjaldan að íslenskur ráðherra brosir byrja vangaveltur í fjölmiðlum um það hvort hann sé búinn að ákveða að hætta í pólitík og þungu fýlufargani sé af honum létt. Ef ég væri ráðherra mundi ég vera skemmtileg til þess að fólkið mitt langaði til að hlusta á mig. Ef einhverjum forpokuðum foringjum þætti það óábyrgt væri það þeirra vandamál, enda bara vottur um pólitískt öryggis- og þroskaleysi að treysta aldrei á gleðina. Auðvitað er lýðveldið bara 60 ára, en við eigum þó elsta alþingi í heimi. Mæli með að ráðherrar hætti að taka sjálfa sig svona dauðans hátíðlega. Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir segir ekki nauðsynlegt að vera leiðinlegur til að virka ábyrgur. Ef ég væri ráðherra mundi ég byrja alla daga á að taka inn Husk, danskt náttúrulyf til þess að örva latan ristil. Þannig kæmist ég hjá þeim örlögum að fá harðlífismunnsvipinn sem hrjáir flesta ráðamenn landsins. Fallegustu munnsvipir og getnaðarlegustu varir hafa orðið fórnarlömb kröfunnar um ábyrgðarfullt yfirbragð og eru í dag bara örmjóar þverrifur. Um leið hefur lífsblikið horfið úr augum sama fólks, skemmtilegustu karakterar verða leiðinlegir, leiðinlegir, leiðinlegir! Það virðist útbreiddur misskilningur í ráðamannastéttinni að nauðsynlegt sé að vera leiðinlegur til þess að virka ábyrgur. Enda er það svo að þegar ráðamaður hér segir eitthvað í ljósvakamiðlum hefur hann varla ropað út nema tveimur til þremur setningum þegar hugur manns reikar annað. Á ritvellinum eru þeir ekkert skárri. Eftir fimm dálksentimetra fer maður að leita að skemmtilegri texta, að minnsta kosti einhverju sem hægt er að halda sér vakandi yfir - jafnvel þótt málefnið sem ráðamaðurinn er að tjá sig um komi manni við. Þá sjaldan að íslenskur ráðherra brosir byrja vangaveltur í fjölmiðlum um það hvort hann sé búinn að ákveða að hætta í pólitík og þungu fýlufargani sé af honum létt. Ef ég væri ráðherra mundi ég vera skemmtileg til þess að fólkið mitt langaði til að hlusta á mig. Ef einhverjum forpokuðum foringjum þætti það óábyrgt væri það þeirra vandamál, enda bara vottur um pólitískt öryggis- og þroskaleysi að treysta aldrei á gleðina. Auðvitað er lýðveldið bara 60 ára, en við eigum þó elsta alþingi í heimi. Mæli með að ráðherrar hætti að taka sjálfa sig svona dauðans hátíðlega.
Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira