Erlent

Flóðið rótaði upp jarðsprengjum

Flóðbylgjan sem skall á Sri Lanka hefur rótað upp jarðsprengjum og dreift um víðfeðmt svæði og ógnar öryggi þeirra sem lifðu hörmungarnar af og reyna að komast aftur til síns heima sem og hjálparstarfsmönnum á svæðinu. Fyrir flóðið voru jarðsprengjurnar á þekktum svæðum sem voru rækilega merkt en þær hafa nú dreifst auk þess sem flest skiltin eru horfin. Sri Lanka er stríðshrjáð land en síðan 1983 hafa Tamíl Tígrarnir svokölluðu barist við stjórnvöld. Talið er að þeir og ríkisherinn hafi komið fyrir um 1,5 milljón jarðsprengjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×