Erlent

Samgönguráðherra Úkraínu drepinn?

Samgönguráðherra Úkraínu, Heorhiy Kirpa, fannst látinn af skotsári á heimili sínu rétt utan við Kænugarð í gær. Ekki er vitað hvort hann var myrtur eða hvort hann framdi sjálfsmorð. Kirpa var einn áhrifamesti meðlimur ríkisstjórnarinnar. Á sjónvarpsstöð sem stjórnarandstaðan rekur kom fram að einn aðstoðarmanna ráðherrans teldi líklegt að dauði hans tengdist fjárhagsörðugleikum í ráðuneyti hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×