Erlent

Umfangsmesta hjálparstarf sögunnar

Umfangsmesta hjálparstarf í sögu Sameinuðu þjóðanna er hafið á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu þar sem talið er að allt að sextíu þúsund manns hafi farist. Hundruð flugvéla frá löndum í öllum heimshornum eru væntanleg til svæðanna í dag með hjálpargögn en nú er talið hvað brýnast að koma í veg fyrir útbreiðslu drepsótta og hungursneyð. Því er lögð höfuðáhersla á að koma matvælum og drykkjarvatni til bágstaddra, koma upp hreinlætisaðstöðu og heilsugæslu. Þá er lögð áhersla á að koma atvinnulífinu aftur í gang svo almenningur hafi efni á nauðþurftum. Ljóst er að auk tuga þúsunda heimamanna hafa fjölmargir erlendir ferðamenn farist, meðal annars frá Norðurlöndum, Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×